Rannsóknaskip Nýja rannsóknaskipið, Þórunn Þórðardóttir, er á heimleið.
Rannsóknaskip Nýja rannsóknaskipið, Þórunn Þórðardóttir, er á heimleið. — Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Hið nýja rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Þórunn Þórðardóttir HF 300, liggur í vari við Færeyjar og óljóst er hvenær skipið kemur í heimahöfn í Hafnarfirði. Illviðri hamlar för skipsins sem fara mun hvergi, uns veður skánar.

Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar segist ekki geta spáð fyrir um hvenær skipið sé væntanlegt til landsins. Hugsanlega geti opnast gluggi í dag, þriðjudag, en það sé þó óvíst. Segir hann að ætla megi að siglingin hingað til lands geti tekið tvo sólarhringa þegar veður hamlar ekki för.

Skipið var afhent föstudaginn 21. febrúar í Vigo á Spáni. Það er hið fullkomnasta að allri gerð og mun leysa rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson af hólmi sem hefur verið í þjónustu Hafrannsóknastofnunar í meira en hálfa öld. Hið nýja skip er nefnt eftir Þórunni Þórðardóttur, sem var frumkvöðull í rannsóknum

...