Fundargestir Salome Þorkelsdóttir fyrir miðju. Halldór Blöndal til vinstri og Vilhjálmur Árnason, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, til hægri.
Fundargestir Salome Þorkelsdóttir fyrir miðju. Halldór Blöndal til vinstri og Vilhjálmur Árnason, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, til hægri. — Ljósmynd/Birgir Ísleifur

„Landsfundurinn var skemmtilegur og ég er búin að sitja þá marga,“ segir Salome Þorkelsdóttir, fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis. Hún var meðal þeirra um 2.000 fulltrúa sem sátu landsfund flokksins um síðustu helgi – og var sennilega sá elsti í þeim hópi. Hún er 97 ára og fædd í júlí 1927; tæpum tveimur árum áður en Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður. Það var í maí 1929.

Áratugir eru síðan Salome hóf þátttöku í stjórnmálastarfi. Hún var kjörin á þing í desember 1979 og var þá nokkru fyrr farin að sækja landsfundi, sem eru að jafnaði á tveggja ára fresti. Þingsetu lauk Salome árið 1995.

„Þeir landsfundir sem ég hef sótt skipta orðið tugum. Þetta eru skemmtilegar samkomur og líflegar umræður, þar sem maður finnur kraftinn. Ég fylgdist vel með fundarstörfunum en sparaði við mig að halda í

...