
Stefán Ómar Jónsson fæddist 4. mars 1955 á Ásvallagötu í Reykjavík og við tveggja ára aldur fluttist hann með foreldrum og fjölskyldu í Mosfellssveit.
„Æskuslóðirnar voru í Mosfellssveit þar sem ég gekk í Brúarlandsskóla og síðar Varmárskóla og svo aftur Brúarlandsskóla þegar kom að skólagöngu á gagnfræðastigi, þ.e. 2., 3. og 4. bekk, og útskrifaðist sem gagnfræðingur frá Brúarlandsskóla. Síðan lá leiðin í Verslunarskóla Íslands í eitt ár og þaðan í Samvinnuskólann á Bifröst þaðan sem ég útskrifaðist með verslunarpróf vorið 1976.“
Eftir útskrift frá Bifröst starfaði Stefán Ómar við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli, Kaupfélagi Kjalarnesþings í Mosfellssveit og hjá Olíufélaginu hf.
„Árið 1979 var ég svo ráðinn sveitarstjóri í Garði og gegndi því starfi til
...