„Það var næstum því hengt mig fyrir það“ hljómar ískyggilega og við bætist nýja þolmyndin. Sjálfur hefði maður notað hefðbundna þolmynd: „Ég var næstum því hengdur …“, sér til hugarhægðar

„Það var næstum því hengt mig fyrir það“ hljómar ískyggilega og við bætist nýja þolmyndin. Sjálfur hefði maður notað hefðbundna þolmynd: „Ég var næstum því hengdur …“, sér til hugarhægðar. Sú nýja nýtur vinsælda meðal yngra fólks og hugsanlega útrýmir hún þeirri gömlu. En landnámshænan bjargaðist nú á elleftu stundu …