
Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Íslandsmeisturum Vals í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfubolta miðvikudaginn 19. mars í Smáranum í Kópavogi en dregið var í höfuðstöðvum VÍS í Ármúla í gær. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast KR og Stjarnan og fer sá leikur fram klukkan 17:15 og leikur Keflavíkur og Vals klukkan 20. KR hefur fjórtán sinnum orðið bikarmeistari, Keflavík sjö sinnum, Stjarnan sex sinnum og Valur fjórum sinnum.
Í kvennaflokki mætir Njarðvík liði Hamars/Þórs í Smáranum þriðjudaginn 18. mars og Grindavík mætir Þór frá Akureyri. Njarðvík og Hamar/Þór mætast klukkan 17:15 og leikur Grindavíkur og Þórs fer fram klukkan 20. Grindavík hefur tvívegis orðið bikarmeistari í kvennaflokki og Njarðvík og Þór einu sinni. Hamar/Þór hefur aldrei orðið bikarmeistari.
Úrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 22. mars
...