Ölduhæðin undan suður- og vesturströnd Íslands var allt að 16 metrar þegar verst lét um helgina. Eins og fram hefur komið varð mikið tjón af völdum sjávargangs og ekki síst við Ánanaust og Fiskislóð í Reykjavík

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Ölduhæðin undan suður- og vesturströnd Íslands var allt að 16 metrar þegar verst lét um helgina. Eins og fram hefur komið varð mikið tjón af völdum sjávargangs og ekki síst við Ánanaust og Fiskislóð í Reykjavík. Jafnframt var mikið tjón í Suðurnesjabæ.

„Aldan lækkar þegar hún kemur inn á flóa og firði og svo virðist vera að ölduhæðin hafi verið sex metrar út af Gróttu aðfaranótt mánudags,“ segir Sigurður Sigurðarson, hafna- og strandfræðingur hjá Vegagerðinni við Morgunblaðið.

Sigurður styðst við gögn frá Garðskagadufli sem sýni hvernig úthafsaldan minnki þegar nær dregur landinu og er sýnt hér á meðfylgjandi korti.

Há alda og sjávarstaða

...