Kópavogsvöllur Thomsen spilar heimaleiki sína á Kópavogsvelli.
Kópavogsvöllur Thomsen spilar heimaleiki sína á Kópavogsvelli. — Ljósmynd/Breiðablik

Danski knattspyrnumaðurinn Tobias Thomsen er genginn til liðs við Íslandsmeistara Breiðabliks. Skrifaði hann í gær undir samning sem gildir út leiktíðina. Thomsen, sem er 32 ára sóknarmaður, hefur áður leikið hér á landi en þá með KR og Val frá 2017 til 2020. Alls á hann að baki 63 leiki í efstu deild og 18 mörk. Hann gengur til liðs við Breiðablik frá portúgalska félaginu Torreense en þar á undan hafði Thomsen leikið með Hvidovre.