Kjötkveðjuhátíðir eru haldnar víða um heim en fastan hefst á öskudag og þá spara margir við sig kjöt. Svonefndur rósamánudagur, eða Rosenmontag, var í gær og þá er hápunktur þýskra kjötkveðjuhátíða. Dagurinn er haldinn hátíðlegur í þýskumælandi…

— AFP/Ina Fassbender
Kjötkveðjuhátíðir eru haldnar víða um heim en fastan hefst á öskudag og þá spara margir við sig kjöt. Svonefndur rósamánudagur, eða Rosenmontag, var í gær og þá er hápunktur þýskra kjötkveðjuhátíða. Dagurinn er haldinn hátíðlegur í þýskumælandi löndum Evrópu, en þó einkum í þýsku borgunum Köln, Düsseldorf, Aachen og Mainz.
Skrúðgangan í Köln er yfirleitt sú fjölmennasta og var í ár engin undantekning þar á. Almenningur fjölmennti í litríkum klæðum undir takti lúðrasveita. Inni á milli mátti sjá ýmis furðufyrirbæri.
Eitt þeirra var þessi eftirmynd af stofnanda Tesla. Á höfði sést tvíhyrndur hattur í anda Napóleons keisara og eru einu klæðin bleyja merkt AfD-flokknum. Þá heldur hann á tættum fána Bandaríkjanna og lúðri með X.