Kjarnafæði Norðlenska, sem á og rekur sláturhús SAH afurða á Blönduósi, tilkynnti starfsfólki á starfsmannafundi á föstudag að 23 af 28 starfsmönnum sláturhússins yrði sagt upp. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, segir að …
Vinna Starfsfólkinu stendur til boða önnur vinna hjá félaginu.
Vinna Starfsfólkinu stendur til boða önnur vinna hjá félaginu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Kjarnafæði Norðlenska, sem á og rekur sláturhús SAH afurða á Blönduósi, tilkynnti starfsfólki á starfsmannafundi á föstudag að 23 af 28 starfsmönnum sláturhússins yrði sagt upp.

Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, segir að starfsfólki félagsins á Blönduósi standi til boða vinna á öðrum starfsstöðvum þess en félagið vilji þó ekki hvetja fólk sérstaklega til að flytja frá Blönduósi.

„Við sögðum á fundinum að við myndum gera allt sem í okkar valdi stæði til að vera fólki innan handar, hvort heldur í atvinnuleit eða ef fólk getur hugsað sér að vinna áfram hjá félaginu á öðrum starfsstöðvum.“

Ágúst segir standa til að skala niður starfsemina á Blönduósi og að lokum koma húsakosti í verð. Ákveðið hefur verið að sauðfé verði ekki slátrað á Blönduósi

...