Benedikt Jóhannsson kastar fram og hugurinn hlýtur að hvarfla vestur um haf: Hann iðkar sitt fag, fæst mest við nag og formúlu hefur sér sett um að tryggja sinn hag, með hneyksli á dag svo haldist hann sífellt í fréttum
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Benedikt Jóhannsson kastar fram og hugurinn hlýtur að hvarfla vestur um haf:
Hann iðkar sitt fag, fæst mest við nag
og formúlu hefur sér sett um
að tryggja sinn hag, með hneyksli
á dag
svo haldist hann sífellt í fréttum.
Hagyrðingurinn snjalli Gísli Ólafsson á Eiríksstöðum í Svartárdal velti frelsinu fyrir sér:
Þjóðin frjáls í flestu er
fáum slíkt þó henti.
Lýðræðið á landi hér
laglega fer á prenti.
Vert er að segja frá því að
boðað hefur verið til Landsmóts kvæðamanna, sem haldið