
Ólafur Sigurðsson
Ég hef barist fyrir þjónustu við einhverfan fullorðinn son minn í nokkuð langan tíma. Nú síðast fór ég yfir sögu hans og fleiri á hans róli. Þá sló mig hve miklu fé er eytt í ómarkvissar meðferðir og þjónustu. Ég tók dæmi af þremur einstaklingum sem hafa fengið þjónustu hjá heilbrigðiskerfinu og félagslega kerfinu síðustu 10 árin. Þar tók ég meðaltal af þjónustu hvers árs. Reiknaði lauslega kostnað af þeirri þjónustu. Bætti við örorkubótum þessara einstaklinga, tekjutapi aðstandenda og síðan töpuðum tekjum samfélagsins vegna þeirra, en ég gerði ráð fyrir að 1.450 einstaklingar væru í þessari stöðu og vísaði þá í skýrslu frá heilbrigðisráðuneytinu frá nóvember 2024. Niðurstaðan var að samfélagið eyddi milljörðum árlega í meðferðir sem skiluðu engum árangri og samfélagið missti samtímis af milljörðum í tapaðar tekjur. Samtals varð lokatalan um 30 milljarðar sem fara í súginn
...