Elín Rannveig Eyfells fæddist í Reykjavík 16. nóvember 1926. Hún lést á Hrafnistu, Laugarási, 22. febrúar 2025, á 99. aldursári.

Foreldrar hennar voru Ingibjörg Eyfells handavinnukennari og kaupkona í versluninni Baldursbrá og Eyjólfur J. Eyfells listmálari. Elín var yngst fjögurra systkina, Einars, Jóhanns og Kristínar Ingibjargar, sem öll eru látin.

Á kvenréttindadaginn 19. júní 1948 giftist hún Þór Jóhannssyni húsgagnabólstrara. Foreldrar hans voru Jóhann Garibaldason, verkstjóri hjá Síldarverksmiðjunum á Siglufirði, og Anna Gunnlaugsdóttir húsmóðir. Elín og Þór höfðu verið gift í rúm 60 ár þegar Þór lést árið 2010. Þau eignuðust fimm börn. Anna Kristín, Jóhanna Sólveig Helga, Ingibjörg Eyja og Jóhann Garibaldi lifa móður sína, en Eyjólfur Einar lést árið 1988. Ömmubörnin eru 12 og langömmubörnin verða tíu á þessu ári.

...