Skil á flöskum og dósum til endurvinnslu jukust lítillega á síðasta ári. Alls fóru um 240 milljónir drykkjarumbúða í skilakerfinu á markað á Íslandi árið 2024 og þar af skiluðu 211 milljónir sér til baka

Endurvinnsla 4,2 milljarðar króna voru greiddir út vegna drykkjarumbúða.
— Ljósmynd/Endurvinnslan
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Skil á flöskum og dósum til endurvinnslu jukust lítillega á síðasta ári. Alls fóru um 240 milljónir drykkjarumbúða í skilakerfinu á markað á Íslandi árið 2024 og þar af skiluðu 211 milljónir sér til baka. Það er einni milljón meira en árið á undan.
Samkvæmt upplýsingum frá Helga Lárussyni framkvæmdastjóra Endurvinnslunnar voru skil í skilakerfinu um 88% í fyrra og voru um 4,2 milljarðar króna greiddir út til þeirra sem skiluðu umbúðum á endurvinnslustöðvar.
Fyrir hverja einingu sem skilað er fengust 20 krónur í fyrra. Um nýliðin mánaðamót var skilagjaldið hækkað í 22 krónur.
Helgi segir að árið 2024 hafi um 2.000 tonn af áli farið til endurvinnslu í nýjar áldósir, um 7.000 tonn af glerflöskum
...