Alexander Jensen Hjálmarsson hjá Akkri – Greiningu og ráðgjöf segir í samtali við Morgunblaðið að það sé aðeins tímaspursmál hvenær sá mikli peningur sem liggur í innlánum fari að leita í meiri mæli inn á verðbréfamarkaði og stærsti…

Magdalena Anna Torfadóttir
magdalena@mbl.is
Alexander Jensen Hjálmarsson hjá Akkri – Greiningu og ráðgjöf segir í samtali við Morgunblaðið að það sé aðeins tímaspursmál hvenær sá mikli peningur sem liggur í innlánum fari að leita í meiri mæli inn á verðbréfamarkaði og stærsti áhrifavaldurinn þar verði væntanlega hversu mikið og hversu hratt vextir verða lækkaðir.
Í janúar var nettó innflæði í verðbréfa- og fjárfestingarsjóði rúmlega 9 milljarðar króna og þar af var mesta innflæðið í peningamarkaðssjóði eða tæpir 5 millljarðar króna.
Nettó innflæði í hlutabréfasjóði nam rúmlega 1.300 milljónum króna sem gerði það að verkum að í fyrsta sinn síðan í ágúst 2021 hefur núna verið nettó innflæði í hlutabréfasjóði fimm mánuði í
...