Hart var sótt að Daða Má Kristóferssyni fjármála- og efnahagsráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær vegna ákvörðunar ráðuneytisins um að krefjast ekki endurgreiðslu á ofgreiddum styrkjum til stjórnmálasamtaka

Andrea Sigurðardóttir

andrea@mbl.is

Hart var sótt að Daða Má Kristóferssyni fjármála- og efnahagsráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær vegna ákvörðunar ráðuneytisins um að krefjast ekki endurgreiðslu á ofgreiddum styrkjum til stjórnmálasamtaka.

Meðal þeirra sem tóku til máls var Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins, sem áður sat á þingi fyrir Flokk fólksins. Karl Gauti vísaði til reynslu sinnar sem fyrrverandi innheimtumaður ríkissjóðs og benti á að meginreglan væri sú að ofgreitt fé sem fólk fengi úr hendi ríkissjóðs bæri að endurgreiða.

„Allur kraftur innheimtukerfisins er lagður í þetta, og þessu hef ég sjálfur orðið vitni að, það er engin miskunn gefin í því.“

Spurði hann hvort ekki

...