Icelandair hyggst hætta að fljúga á Ísafjörð á næsta ári. Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins segir að farið hafi verið yfir málið með hluta hagsmunaaðila fyrr í dag. Gerir hann ráð fyrir að flugið muni leggjast af eftir sumarvertíðina 2026
Innanlandsflug Til stendur að hætta innanlandsflugi til Ísafjarðar á næsta ári.
Innanlandsflug Til stendur að hætta innanlandsflugi til Ísafjarðar á næsta ári. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Viðar Guðjónsson

vidar@mbl.is

Icelandair hyggst hætta að fljúga á Ísafjörð á næsta ári. Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins segir að farið hafi verið yfir málið með hluta hagsmunaaðila fyrr í dag. Gerir hann ráð fyrir að flugið muni leggjast af eftir sumarvertíðina 2026.

„Þetta snýr að því að við höfum verið að fljúga Bombardier Dash 200-vélum til Ísafjarðar, Ilulissat og Nuuk. Þetta eru einu vélarnar sem hafa komist á þá flugvelli, en nú sér fyrir endann á framkvæmdum á flugvöllunum á Grænlandi þar sem lengri brautir verða teknar í notkun á næsta ári. Þá munu stærri vélar geta flogið þangað. Þá verða þessar minni ekki samkeppnishæfar.

...