Tap Ríkisútvarpsins á síðasta ári nam tæpum 200 milljónum króna. Þetta er niðurstaða bráðabirgðauppgjörs sem kynnt var á stjórnarfundi RÚV 29. janúar en fundargerð þess fundar var nýlega birt á vef RÚV
Tap Endanleg niðurstaða síðasta árs verður birt í ársreikningi RÚV.
Tap Endanleg niðurstaða síðasta árs verður birt í ársreikningi RÚV. — Morgunblaðið/Eyþór

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Tap Ríkisútvarpsins á síðasta ári nam tæpum 200 milljónum króna. Þetta er niðurstaða bráðabirgðauppgjörs sem kynnt var á stjórnarfundi RÚV 29. janúar en fundargerð þess fundar var nýlega birt á vef RÚV.

„Hins vegar eigi eftir að ljúka við allar afstemmingar og framkvæma tilteknar uppgjörsfærslur auk þess sem endurskoðendur eigi eftir að fara yfir reikninga félagsins og því geta tölurnar tekið einhverjum breytingum. Endanleg niðurstaða félagsins verði birt í ársreikningi á aðalfundi félagsins í apríl nk.,“ segir í fundargerðinni þar sem vísað er í kynningu framkvæmdastjóra fjármála hjá RÚV.

Segir þar enn fremur að hlutfallslega hafi tekjuáætlun í heild nánast verið á pari við endurskoðaða áætlun í upphafi árs 2024. Á hinn bóginn hafi rekstrarkostnaður félagsins verið töluvert yfir áætlun.

Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu

...