Raforka Ekki er hægt að flytja næga raforku á milli landshluta.
Raforka Ekki er hægt að flytja næga raforku á milli landshluta. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Við erum með tvö sterk raforkukerfi í landinu, á norðausturhorninu og suðvesturhorninu, en veikar tengingar inn á milli, sem hefur gríðarleg áhrif á öryggið og ekki síður þau tækifæri sem landsbyggðin hefur til að byggja upp farsælt atvinnulíf. Á meðan staðan er svona töpum við mörgum milljörðum á hverju ári og það er fyrir utan tjón vegna tapaðra atvinnutækifæra í landinu,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir að milljarðarnir sem tapist árlega séu vegna neikvæðra áhrifa flöskuhálsa í dreifikerfi raforku, ekki sé hægt að flytja næga orku á milli landshluta til að mæta orkuskorti vegna vatnsskorts í miðlunarlónum, einnig vegna skerðinga í orkuafhendingu og flutningstaps og vegna þess að ekki sé hægt að uppfylla loftslagsskuldbindingar þjóðarinnar. Þá sé ótalinn kostnaður vegna tækifæra sem samfélagið verði af.

...