Landsfundur Sjálfstæðisflokksins kaus um helgina nýja forystu, þau Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann og Jens Garðar Helgason varaformann. Bæði eru landsbyggðarþingmenn og bæði með rætur í atvinnulífinu, sem ugglaust mun hafa sín áhrif.
Sigur Guðrúnar var naumur, svo hún mun þurfa að leggja nokkuð á sig til þess að græða sárin eftir landsfundinn, en með skynsemi og veglyndi á það ekki að taka langan tíma.
Þótt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi beðið lægri hlut í formannskjörinu sýndi hún styrk sinn og á framtíðina enn fyrir sér. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að nýta þá krafta, ekki síst til þess að ná til yngri kynslóða kjósenda; framtíðin er í þeirra höndum.
Guðrún hét að virkja grasrótina og gera Valhöll að lifandi miðstöð flokksmanna. Hennar kann einnig að bíða það verkefni að hefja
...