Í nýj­asta hefti tíma­rits­ins Flétt­ur sem Rann­sókna­stofn­un í jafn­rétt­is­fræðum við Há­skóla Íslands gef­ur út er grein eft­ir Þor­stein Vil­hjálms­son sem hann nefn­ir „ Að lenda í þögn­inni: Hinseg­in­leiki og órí­ental­ismi í Taí­landsþríleik…
Viðbrögð „Þeim er ætlað að vera ögrandi og ögrandi list er ætlað að vekja viðbrögð,“ segir Þorsteinn.
Viðbrögð „Þeim er ætlað að vera ögr­andi og ögr­andi list er ætlað að vekja viðbrögð,“ seg­ir Þor­steinn. — Morg­un­blaðið/​Hall­ur Már

Dag­mál

Árni Matth­ías­son

arnim@mbl.is

Í nýj­asta hefti tíma­rits­ins Flétt­ur sem Rann­sókna­stofn­un í jafn­rétt­is­fræðum við Há­skóla Íslands gef­ur út er grein eft­ir Þor­stein Vil­hjálms­son sem hann nefn­ir „ Að lenda í þögn­inni: Hinseg­in­leiki og órí­ental­ismi í Taí­landsþríleik Megas­ar“, en þar er vísað í plöt­urn­ar Loft­mynd, Höfuðlausn­ir og Bláa drauma, sem komu út á ár­un­um 1987 og 1988, en Megas átti þó ekki nema hálfa síðast­nefndu plöt­una, hinn helm­ing­inn átti Bubbi Mort­hens.

Í viðtali í Dag­mál­um legg­ur Þor­steinn áherslu á að hann sé að fjalla um Megas, en ekki um Magnús Þór Jóns­son, sem er á bak við lista­manns­nafnið, en hann tel­ur að hægt sé, og nauðsyn­legt reynd­ar, að greina þar á milli.

...