
Dagmál
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Í nýjasta hefti tímaritsins Fléttur sem Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands gefur út er grein eftir Þorstein Vilhjálmsson sem hann nefnir „ Að lenda í þögninni: Hinseginleiki og óríentalismi í Taílandsþríleik Megasar“, en þar er vísað í plöturnar Loftmynd, Höfuðlausnir og Bláa drauma, sem komu út á árunum 1987 og 1988, en Megas átti þó ekki nema hálfa síðastnefndu plötuna, hinn helminginn átti Bubbi Morthens.
Í viðtali í Dagmálum leggur Þorsteinn áherslu á að hann sé að fjalla um Megas, en ekki um Magnús Þór Jónsson, sem er á bak við listamannsnafnið, en hann telur að hægt sé, og nauðsynlegt reyndar, að greina þar á milli.
...