U21 Logi Hrafn Róbertsson var fastamaður í síðasta 21-árs liði.
U21 Logi Hrafn Ró­berts­son var fastamaður í síðasta 21-árs liði. — Morg­un­blaðið/​Karítas

Logi Hrafn Ró­berts­son, leikmaður Istra í Króa­tíu, er reynd­asti leikmaður­inn í hópi 21-árs landsliðs karla í knatt­spyrnu sem Ólaf­ur Ingi Skúla­son þjálf­ari kynnti fyr­ir tvo vináttu­leiki síðar í þess­um mánuði.

Ísland mæt­ir Ung­verjalandi föstu­dag­inn 21. mars og Skotlandi þriðju­dag­inn 25. mars og fara báðir fram á Pinatar Ar­ena í Murcia á Spáni.

Logi og fimm aðrir leik­menn í hópn­um léku tals­vert með síðasta 21-árs landsliði en aðrir eru ým­ist með eng­an, einn eða tvo lands­leiki að baki í þess­um ald­urs­flokki. Fimm þeirra eru nýliðar.

Liðið býr sig und­ir nýja Evr­ópu­keppni, EM 2027. Ísland mæt­ir Fær­eyj­um á heima­velli í fyrsta leikn­um 4. sept­em­ber en Eist­land, Sviss, Frakk­land og Lúx­em­borg eru einnig í

...