
Logi Hrafn Róbertsson, leikmaður Istra í Króatíu, er reyndasti leikmaðurinn í hópi 21-árs landsliðs karla í knattspyrnu sem Ólafur Ingi Skúlason þjálfari kynnti fyrir tvo vináttuleiki síðar í þessum mánuði.
Ísland mætir Ungverjalandi föstudaginn 21. mars og Skotlandi þriðjudaginn 25. mars og fara báðir fram á Pinatar Arena í Murcia á Spáni.
Logi og fimm aðrir leikmenn í hópnum léku talsvert með síðasta 21-árs landsliði en aðrir eru ýmist með engan, einn eða tvo landsleiki að baki í þessum aldursflokki. Fimm þeirra eru nýliðar.
Liðið býr sig undir nýja Evrópukeppni, EM 2027. Ísland mætir Færeyjum á heimavelli í fyrsta leiknum 4. september en Eistland, Sviss, Frakkland og Lúxemborg eru einnig í
...