
Benedikt Jóhannsson
Löngum hefur þótt eftirsóknarvert að vera hamingjusamur. Í vinsælum söngtexta eftir Þorstein Eggertsson segir til dæmis: „Hamingjan er best af öllu sköpunarverkinu.“1) Innan sálfræðinnar hefur á undanförnum áratugum verið lögð meiri áhersla en áður á að rannsaka hvað stuðlar að hamingju fólks, meðal annars með tilkomu svokallaðrar jákvæðrar sálfræði um aldamótin 2000. Þegar fjallað er um ýmiss konar lífsspeki getur verið fróðlegt að rýna í merkingu þeirra orða sem eru notuð, því þau fela einatt í sér visku kynslóðanna, eins konar nið aldanna, rétt eins og orðatiltæki og málshættir sem málið geymir.2)
Happ og lukka
Bent hefur verið á að „happiness“ í enskri tungu sé dregið af hinu norræna orði „happ“ og vísi því til þess að sá sem er hamingjusamur
...