
Sviðsljós
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Mikil söfnun upplýsinga á sér stað í gegnum vafrakökur og ýmiss konar skráningarform á vefsíðum landsins, þar sem persónusnið eru jafnvel búin til og nýtt án vitundar notenda. Með sífellt fullkomnari tölvu- og rakningartækni, auk vaxandi notkunar snjalltækja, eykst hættan á að hægt sé að tengja þessar upplýsingar beint við einstaklinga. Mikilvægt er að Persónuvernd auki fræðslu um söfnun upplýsinga um notendur á vefsvæðum.
Þetta er helsta niðurstaða meistararitgerðar Selmu Hrannar Maríudóttur lögfræðings, en hún gerði úttekt á vefsíðum 12 netapóteka út frá meginreglum persónuverndarlaga. „Átta vefsíður af tólf virkjuðu ónauðsynlegar vafrakökur eða aðra rakningartækni við heimsókn á vefinn, án samþykkis notanda, en slíkt
...