
ÁSKIRKJA | Messa kl. 13. Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Hressing í Ási að messu lokinni.
BESSASTAÐASÓKN | Íþrótta- og sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Vilborg Ólöf, Þórdís Ólöf, Þórarinn og Þórey María. Síðdegismessa í Garðakirkju kl. 17, Lærisveinar hans leika undir. Ástvaldur organisti, Vilborg Ólöf djákni og sr. Hans Guðberg.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11, Biblíusaga, söngur og gleði, hressing í lok stundarinnar.
Skaftfellingamessa kl. 14. Sr. Árni Þór Þórsson prédikar og núverandi og fyrrverandi prestar í Vestur- Skaftafellssýslu þjóna fyrir altari. Söngfélag Skaftfellinga syngur ásamt kórfólki að austan, organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Kaffisala Skaftfellingafélagsins að