Endurkoma Jordan Henderson er fyrirliði Ajax í Hollandi.
End­ur­koma Jor­d­an Hend­er­son er fyr­irliði Ajax í Hollandi. — AFP/​Olaf Kra­ak

Þjóðverj­inn Thom­as Tuchel, nýr þjálf­ari enska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, kom nokkuð á óvart í gær þegar hann kynnti 26 manna landsliðshóp fyr­ir leiki gegn Alban­íu og Lett­landi í undan­keppni HM 2026, sem fram fara 21. og 24. mars, báðir á Wembley í London.

Jor­d­an Hend­er­son, sem nú er 34 ára og leik­ur með Ajax í Hollandi, snýr aft­ur í liðið og er vara­fyr­irliði. Hann lék sinn 81. lands­leik árið 2023 en ekk­ert á síðasta ári.

Marcus Rash­ford, sem er í láni hjá Ast­on Villa frá Manchester United, fær tæki­færi á ný en hann hef­ur ekki leikið lands­leik í heilt ár.

Dan Burn, varn­ar­maður Newcastle, er nýliði í landsliðshópn­um, 32 ára gam­all, og gæti orðið elsti leikmaður­inn til að spila sinn fyrsta lands­leik fyr­ir Eng­lands hönd.

...