
Þjóðverjinn Thomas Tuchel, nýr þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, kom nokkuð á óvart í gær þegar hann kynnti 26 manna landsliðshóp fyrir leiki gegn Albaníu og Lettlandi í undankeppni HM 2026, sem fram fara 21. og 24. mars, báðir á Wembley í London.
Jordan Henderson, sem nú er 34 ára og leikur með Ajax í Hollandi, snýr aftur í liðið og er varafyrirliði. Hann lék sinn 81. landsleik árið 2023 en ekkert á síðasta ári.
Marcus Rashford, sem er í láni hjá Aston Villa frá Manchester United, fær tækifæri á ný en hann hefur ekki leikið landsleik í heilt ár.
Dan Burn, varnarmaður Newcastle, er nýliði í landsliðshópnum, 32 ára gamall, og gæti orðið elsti leikmaðurinn til að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Englands hönd.
...