— Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Hvað lær­ir maður á sviðshöf­unda­braut?

Þetta er fjöl­hæf leik­hús­braut til BA-náms. Þar lær­ir maður leik­stjórn, hand­rita­skrif og hvers kon­ar per­form­ans. Ég hef kannski mest­an áhuga á leik­stjórn og skrif­um, en leik sjálf­ur í verk­inu mínu og mun ábyggi­lega leika fullt áfram í framtíðinni.

Þú seg­ist vera að gera upp námið í verk­inu, hvað mein­arðu með því?

Ég er sviðsetja mína eig­in per­sónu þannig að Grím­ur mun standa á sviðinu og vera í opnu sam­tali við áhorf­end­ur. Ég fer með þá í gegn­um það hvernig ég tekst á við þetta út­skrift­ar­verk­efni. Á öðru ári gerði ég verk þar sem ég stofnaði hljóm­sveit og er þetta sjálf­stætt fram­hald af því. Mig langaði að fá hljóm­sveit­ina aft­ur sam­an í þetta verk en þau gátu ekki verið með. Ég nýti mér í raun mis­tök­in mest enda er oft­ast mest spenn­andi

...