
Hvað lærir maður á sviðshöfundabraut?
Þetta er fjölhæf leikhúsbraut til BA-náms. Þar lærir maður leikstjórn, handritaskrif og hvers konar performans. Ég hef kannski mestan áhuga á leikstjórn og skrifum, en leik sjálfur í verkinu mínu og mun ábyggilega leika fullt áfram í framtíðinni.
Þú segist vera að gera upp námið í verkinu, hvað meinarðu með því?
Ég er sviðsetja mína eigin persónu þannig að Grímur mun standa á sviðinu og vera í opnu samtali við áhorfendur. Ég fer með þá í gegnum það hvernig ég tekst á við þetta útskriftarverkefni. Á öðru ári gerði ég verk þar sem ég stofnaði hljómsveit og er þetta sjálfstætt framhald af því. Mig langaði að fá hljómsveitina aftur saman í þetta verk en þau gátu ekki verið með. Ég nýti mér í raun mistökin mest enda er oftast mest spennandi
...