Sam­bíó Kringl­unni The Brutal­ist ★★★½· Leik­stjórn: Bra­dy Cor­bet. Hand­rit: Bra­dy Cor­bet og Mona Fast­vold. Aðalleik­ar­ar: Adrien Brody, Felicity Jo­nes, Guy Pe­arce, Joe Alwyn, Raff­ey Cassi­dy, Stacy Mart­in, Emma Laird, Isaach de Ban­kolé og Al­ess­andro Ni­vola. Banda­rík­in, Ung­verjalandi og Bret­land, 2024. 215 mín.
Óskarsverðlaunahafi Adrien Brody og Felicity Jones í Brútalistanum. Brody hlaut Óskarinn fyrir túlkun sína.
Óskar­sverðlauna­hafi Adrien Brody og Felicity Jo­nes í Brútal­ist­an­um. Brody hlaut Óskar­inn fyr­ir túlk­un sína.

kvik­mynd­ir

helgi snær

sig­urðsson

Kvik­mynd­in Brútalist­inn, The Brutal­ist, sem var frum­sýnd í Fen­eyj­um í fyrra­haust, hef­ur nú verið tek­in til sýn­inga hér á landi og aðeins í Sam­bíó­un­um í Kringl­unni. Ein eða tvær sýn­ing­ar hafa verið á mynd­inni á dag og skýr­ing­in á þess­um fáu sýn­ing­um hlýt­ur að vera lengd mynd­ar­inn­ar, þrjár klukku­stund­ir og 34 mín­út­ur. Svo lang­ar kvik­mynd­ir hafa verið frek­ar sjald­séðar á Óskar­sverðlaun­um það sem af er 21. öld­inni en þó eru þær nokkr­ar, m.a. The Iris­hm­an frá 2019 og mynd­irn­ar þrjár sem gerðar voru eft­ir Hringa­drótt­ins­sögu. Brútalist­inn stend­ur merki­lega vel und­ir sinni miklu lengd en hefði gjarn­an mátt vera dá­lítið styttri þar sem stöku atriði virka óþörf fyr­ir heild­ar­sög­una og hægja í raun á fram­vindu henn­ar.

...