
kvikmyndir
helgi snær
sigurðsson
Kvikmyndin Brútalistinn, The Brutalist, sem var frumsýnd í Feneyjum í fyrrahaust, hefur nú verið tekin til sýninga hér á landi og aðeins í Sambíóunum í Kringlunni. Ein eða tvær sýningar hafa verið á myndinni á dag og skýringin á þessum fáu sýningum hlýtur að vera lengd myndarinnar, þrjár klukkustundir og 34 mínútur. Svo langar kvikmyndir hafa verið frekar sjaldséðar á Óskarsverðlaunum það sem af er 21. öldinni en þó eru þær nokkrar, m.a. The Irishman frá 2019 og myndirnar þrjár sem gerðar voru eftir Hringadróttinssögu. Brútalistinn stendur merkilega vel undir sinni miklu lengd en hefði gjarnan mátt vera dálítið styttri þar sem stöku atriði virka óþörf fyrir heildarsöguna og hægja í raun á framvindu hennar.
...