Ég hef kennt ljós­mynda­sögu lengi og hef oft sagt við nem­end­ur, kannski til að ögra þeim að ein­hverju leyti, að Sig­fús hafi ekki bara verið fyrsti ljós­mynd­ar­inn, hann hafi líka verið sá besti.
„Ég vann markvisst að þessu verkefni í fjögur ár með öðru,“ segir ljósmyndarinn Einar Falur Ingólfsson.
„Ég vann mark­visst að þessu verk­efni í fjög­ur ár með öðru,“ seg­ir ljós­mynd­ar­inn Ein­ar Falur Ing­ólfs­son. — Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Sýn­ing­in Sam­tal við Sig­fús – Í fót­spor Sig­fús­ar Ey­munds­son­ar stend­ur yfir í Boga­sal Þjóðminja­safns­ins. Á sýn­ing­unni er úr­val sam­tals­verka Sig­fús­ar og Ein­ars Fals Ing­ólfs­son­ar ljós­mynd­ara, að hluta ný prent eft­ir gler­plöt­um Sig­fús­ar en einnig val­in frumprent hans frá 19. öld, þegar mynd­irn­ar voru tekn­ar. Um er að ræða fá­gæta dýr­gripi í eigu Þjóðminja­safns sem afar sjald­an sjást.

„Ég vann mark­visst að þessu verk­efni í fjög­ur ár með öðru,“ seg­ir Ein­ar Falur. „Þetta er þriðja verk­efnið þar sem ég fer í fót­spor lista­manns úr fortíðinni. Fyrst fór ég í fót­spor W.G. Coll­ingwood og sú sýn­ing var opnuð á þess­um sama stað á Lista­hátíð árið 2010 og í fram­hald­inu víðar, í söfn­um hér heima og er­lend­is. Coll­ingwood gerði um 300 vatns­lita­mynd­ir á Íslandi árið 1897. Ég valdi úr­val þeirra og notaði sem minn far­ar­stjóra í ferðalagi um landið þar sem ég myndaði á sömu

...