
Endurkoma David Moyes kom aftur til Everton í janúar á þessu ári.
— AFP/Paul Ellis
David Moyes hjá Everton var í gær útnefndur knattspyrnustjóri febrúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í tólf ár. Þetta er í ellefta skipti sem Moyes verður fyrir valinu en hin tíu skiptin voru á fyrra skeiði hans með Everton á árunum 2002 til 2013. Mohamed Salah hjá Liverpool var um leið útnefndur leikmaður febrúarmánaðar í deildinni en hann skoraði sex mörk og lagði upp fjögur í deildinni í mánuðinum.