Pútín hef­ur upp á síðkastið virst þokast hratt í átt til Don­alds Trumps, þótt menn verði seint al­gjör­lega viss­ir í sinni sök, í þeim galdra­vís­ind­um sem sá síðar­nefndi leiðir. Pútín fór að lok­um breiðu braut­ina, eft­ir að heim­ur­inn hafði marglesið…
Trump forseti
Trump for­seti

Pútín hef­ur upp á síðkastið virst þokast hratt í átt til Don­alds Trumps, þótt menn verði seint al­gjör­lega viss­ir í sinni sök, í þeim galdra­vís­ind­um sem sá síðar­nefndi leiðir. Pútín fór að lok­um breiðu braut­ina, eft­ir að heim­ur­inn hafði marglesið skýr­ing­ar hans og gróft mat á sí­breyti­leg­um hug­mynd­um Hvíta húss­ins um 30 daga vopna­hlé í Úkraínu.

Mat Pútíns var, að 30 daga vopna­hlé væri óskilj­an­leg hug­mynd sem væri minna en einskis virði. Með þeim for­mála var það niðurstaða for­seta Rúss­lands að hann og þar með all­ir hinir á svæðinu styddu fram komn­ar til­lög­ur, með þeim fyr­ir­vör­um sem hann myndi koma á fram­færi á nauðsyn­leg­um fundi for­set­anna tveggja, áður en lyki nös­um. (Þriðji for­set­inn, sá í Kænug­arði, hafði samþykkt vopna­hléið, í trausti þess að Trump vissi hvað hann væri að gera, eft­ir að hann sakaði Úkraínu­for­seta að vera nær því að stofna til þriðju heims­styrj­ald­ar­inn­ar, sem hann skýrði

...