
Pútín hefur upp á síðkastið virst þokast hratt í átt til Donalds Trumps, þótt menn verði seint algjörlega vissir í sinni sök, í þeim galdravísindum sem sá síðarnefndi leiðir. Pútín fór að lokum breiðu brautina, eftir að heimurinn hafði marglesið skýringar hans og gróft mat á síbreytilegum hugmyndum Hvíta hússins um 30 daga vopnahlé í Úkraínu.
Mat Pútíns var, að 30 daga vopnahlé væri óskiljanleg hugmynd sem væri minna en einskis virði. Með þeim formála var það niðurstaða forseta Rússlands að hann og þar með allir hinir á svæðinu styddu fram komnar tillögur, með þeim fyrirvörum sem hann myndi koma á framfæri á nauðsynlegum fundi forsetanna tveggja, áður en lyki nösum. (Þriðji forsetinn, sá í Kænugarði, hafði samþykkt vopnahléið, í trausti þess að Trump vissi hvað hann væri að gera, eftir að hann sakaði Úkraínuforseta að vera nær því að stofna til þriðju heimsstyrjaldarinnar, sem hann skýrði
...