Stefán Teit­ur Þórðar­son, landsliðsmaður í knatt­spyrnu, skoraði sig­ur­mark Prest­on gegn Ports­mouth, 2:1, í ensku B-deild­inni á laug­ar­dag­inn, á 87. mín­útu leiks­ins

Stefán Teit­ur Þórðar­son, landsliðsmaður í knatt­spyrnu, skoraði sig­ur­mark Prest­on gegn Ports­mouth, 2:1, í ensku B-deild­inni á laug­ar­dag­inn, á 87. mín­útu leiks­ins. Stefán lék all­an leik­inn og skoraði sitt annað mark í 31 leik í deild­inni í vet­ur. Prest­on lyfti sér upp í 14. sæti deild­ar­inn­ar. Guðlaug­ur Victor Páls­son og fé­lag­ar í Plymouth eru í 24. og síðasta sæti eft­ir tap fyr­ir Der­by á heima­velli, 3:2, en Guðlaug­ur Victor var þar all­an tím­ann á vara­manna­bekkn­um.

Knatt­spyrnumaður­inn Hinrik Harðar­son er kom­inn til norska B-deild­arliðsins Odd frá Skaga­mönn­um og hef­ur samið við fé­lagið til fjög­urra ára. Hinrik er tví­tug­ur og skoraði sjö mörk í 26 leikj­um fyr­ir ÍA í Bestu deild­inni á síðasta keppn­is­tíma­bili.

...