
Stefán Teitur Þórðarson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði sigurmark Preston gegn Portsmouth, 2:1, í ensku B-deildinni á laugardaginn, á 87. mínútu leiksins. Stefán lék allan leikinn og skoraði sitt annað mark í 31 leik í deildinni í vetur. Preston lyfti sér upp í 14. sæti deildarinnar. Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Plymouth eru í 24. og síðasta sæti eftir tap fyrir Derby á heimavelli, 3:2, en Guðlaugur Victor var þar allan tímann á varamannabekknum.
Knattspyrnumaðurinn Hinrik Harðarson er kominn til norska B-deildarliðsins Odd frá Skagamönnum og hefur samið við félagið til fjögurra ára. Hinrik er tvítugur og skoraði sjö mörk í 26 leikjum fyrir ÍA í Bestu deildinni á síðasta keppnistímabili.
...