Newcastle United er enskur deildabikarmeistari í fyrsta skipti eftir verðskuldaðan sigur á Liverpool, 2:1, í úrslitaleik keppninnar á Wembley í London í gær. Þetta er fyrsti stóri titillinn sem Newcastle vinnur á Englandi í sjötíu ár, eða síðan…

Sigurvegarar Fyrirliðinn Bruno Guimaraes og landi hans frá Brasilíu, Joelinton, fagna sigri Newcastle með deildabikarinn í höndunum.
— AFP
England
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Newcastle United er enskur deildabikarmeistari í fyrsta skipti eftir verðskuldaðan sigur á Liverpool, 2:1, í úrslitaleik keppninnar á Wembley í London í gær.
Þetta er fyrsti stóri titillinn sem Newcastle vinnur á Englandi í sjötíu ár, eða síðan félagið varð enskur bikarmeistari í sjötta skipti árið 1955.
Áður varð félagið enskur meistari fjórum sinnum á árunum 1905 til 1927.
Utan Englands náði Newcastle að vinna Borgakeppni Evrópu, sem síðan fékk nafnið UEFA-bikarinn, árið 1969.
Newcastle var betri aðilinn nánast allan tímann í gær og varnarmaðurinn hávaxni Dan Burn skoraði með skalla eftir
...