Newcastle United er ensk­ur deilda­bikar­meist­ari í fyrsta skipti eft­ir verðskuldaðan sig­ur á Li­verpool, 2:1, í úr­slita­leik keppn­inn­ar á Wembley í London í gær. Þetta er fyrsti stóri tit­ill­inn sem Newcastle vinn­ur á Englandi í sjö­tíu ár, eða síðan…
Sigurvegarar Fyrirliðinn Bruno Guimaraes og landi hans frá Brasilíu, Joelinton, fagna sigri Newcastle með deildabikarinn í höndunum.
Sig­ur­veg­ar­ar Fyr­irliðinn Bruno Guim­araes og landi hans frá Bras­il­íu, Joel­int­on, fagna sigri Newcastle með deilda­bik­ar­inn í hönd­un­um. — AFP

Eng­land

Víðir Sig­urðsson

vs@mbl.is

Newcastle United er ensk­ur deilda­bikar­meist­ari í fyrsta skipti eft­ir verðskuldaðan sig­ur á Li­verpool, 2:1, í úr­slita­leik keppn­inn­ar á Wembley í London í gær.

Þetta er fyrsti stóri tit­ill­inn sem Newcastle vinn­ur á Englandi í sjö­tíu ár, eða síðan fé­lagið varð ensk­ur bikar­meist­ari í sjötta skipti árið 1955.

Áður varð fé­lagið ensk­ur meist­ari fjór­um sinn­um á ár­un­um 1905 til 1927.

Utan Eng­lands náði Newcastle að vinna Borga­keppni Evr­ópu, sem síðan fékk nafnið UEFA-bik­ar­inn, árið 1969.

Newcastle var betri aðil­inn nán­ast all­an tím­ann í gær og varn­ar­maður­inn há­vaxni Dan Burn skoraði með skalla eft­ir

...