Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Nýir kjarasamningar kennara hafa sett fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og bæjarfélaga úti um allt land á hliðina, því hvergi var gert ráð fyrir tuga og hundraða milljóna aukningu á fjárútlátum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlunum. Fundað er nú stíft um landið og enginn þeirra sveitar- og bæjarstjóra sem Morgunblaðið ræddi við vildi gefa upp hvar yrði skorið niður vegna aukinna útgjalda. Þeir voru þó sammála um að einhvers staðar í kerfinu þyrfti að skera niður.
Hundruð milljóna vantar
Á Akureyri eru aukin útgjöld vegna samninganna 450 milljónir á þessu ári og ekki ljóst hvernig því verður mætt. Í Reykjanesbæ eru aukin útgjöld 580 milljónir og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri segir að bærinn vilji leita til fjármálaráðherra til að fá betri hugmynd um hvernig
...