Nýir kjara­samn­ing­ar kenn­ara hafa sett fjár­hags­áætlan­ir sveit­ar­fé­laga og bæj­ar­fé­laga úti um allt land á hliðina, því hvergi var gert ráð fyr­ir tuga og hundraða millj­óna aukn­ingu á fjár­út­lát­um sveit­ar­fé­lags­ins í fjár­hags­áætl­un­um

Dóra Ósk Hall­dórs­dótt­ir

doraosk@mbl.is

Nýir kjara­samn­ing­ar kenn­ara hafa sett fjár­hags­áætlan­ir sveit­ar­fé­laga og bæj­ar­fé­laga úti um allt land á hliðina, því hvergi var gert ráð fyr­ir tuga og hundraða millj­óna aukn­ingu á fjár­út­lát­um sveit­ar­fé­lags­ins í fjár­hags­áætl­un­um. Fundað er nú stíft um landið og eng­inn þeirra sveit­ar- og bæj­ar­stjóra sem Morg­un­blaðið ræddi við vildi gefa upp hvar yrði skorið niður vegna auk­inna út­gjalda. Þeir voru þó sam­mála um að ein­hvers staðar í kerf­inu þyrfti að skera niður.

Hundruð millj­óna vant­ar

Á Ak­ur­eyri eru auk­in út­gjöld vegna samn­ing­anna 450 millj­ón­ir á þessu ári og ekki ljóst hvernig því verður mætt. Í Reykja­nes­bæ eru auk­in út­gjöld 580 millj­ón­ir og Kjart­an Már Kjart­ans­son bæj­ar­stjóri seg­ir að bær­inn vilji leita til fjár­málaráðherra til að fá betri hug­mynd um hvernig

...