
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kann að taka þátt Ríkisútvarpsins í byrlunarmálinu til skoðunar en það hefur vakið nokkurn kurr á fyrirsjáanlegum stöðum.
Ekki kom mjög á óvart að Aðalsteinn Kjartansson skrifaði leiðara um það í Heimildina, en hann var einn sakborninga í málinu uns lögregla hætti rannsókn á því, þó enginn vafi léki á saknæmu athæfi.
Skrýtnara var að sjá Sigmar Guðmundsson þingmann Viðreisnar býsnast yfir því að „í alvöru lýðræðisríkjum tíðkast það ekki að stjórnmálamenn rannsaki fréttaflutning fjölmiðla, grennslist fyrir um heimildarmenn þeirra eða yfirheyri fréttamenn um vinnubrögð.“ Og þurfti svo að þola það að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingar tæki undir orð sín.
Ekkert
...