
Örn Sigurðsson fæddist 30. ágúst 1942. Hann lést 21. febrúar 2025.
Útförin fór fram 11. mars 2025.
Nú kveðjum við Örn Sigurðsson sem hefur skilið við efnisheiminn og er kominn yfir á andlega sviðið eða inn í sumarlandið.
Ég kynnist Erni fyrir rúmum 40 árum þar sem hann bauð mér vinnu við líftryggingasölumennsku hjá Alþjóða líftryggingafélaginu hf. Ég gleymi aldrei fyrsta sölutúrnum okkar þar sem við fórum saman í Stykkishólm. Örn átti mörg góð ráð sem ég notaði þegar ég var í sölumennskunni. Við fórum í marga sölutúra eftir það, til Vestmannaeyja, Sauðárkróks og Akureyrar en þar leigðum við stóra íbúð því þá hafði bæst í hópinn og við orðnir nokkrir sölumenn. Við seldum á daginn og fram á kvöld og spiluðum svo brids seint á kvöldin og fram á nótt. Þetta var ógleymanlegur tími. Á Akureyri vildi ég
...