
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Fimm embættismenn sem sitja í stjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fengu í fyrra greidda 202.891 krónu á mánuði fyrir stjórnarsetuna, en formaðurinn fékk 50% meira, eða 304.337 mánaðarlega. Alls voru haldnir 12 fundir árið 2024 sem stóðu samtals í 13 klukkustundir. Það þýðir að tímakaup almenns stjórnarmanns var 187.284 krónur, en sjötta stjórnarmannsins, þ.e. stjórnarformanns, var 280.926 krónur.
Alls voru greiddar tæpar 12,2 milljónir árið 2024 fyrir stjórnarsetu almennra stjórnarmanna, en formanni voru greiddar ríflega 3,6 milljónir það ár. Heildargreiðslur til stjórnarmanna voru því rúmlega 15,8 milljónir króna í fyrra.
Þeir sem skipa stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru bæjarstjórar sveitarfélaganna
...