Fimm emb­ætt­is­menn sem sitja í stjórn Slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu fengu í fyrra greidda 202.891 krónu á mánuði fyr­ir stjórn­ar­set­una, en formaður­inn fékk 50% meira, eða 304.337 mánaðarlega. Alls voru haldn­ir 12 fund­ir árið 2024 sem stóðu sam­tals í 13 klukku­stund­ir
Slökkvilið Stjórnarmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sátu 12 fundi í samtals 13 klukkustundir á sl. ári og þáðu fyrir ríflega 15,8 milljónir kr.
Slökkvilið Stjórn­ar­menn Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins sátu 12 fundi í sam­tals 13 klukku­stund­ir á sl. ári og þáðu fyr­ir ríf­lega 15,8 millj­ón­ir kr. — Morg­un­blaðið/​Eggert

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son

oej@mbl.is

Fimm emb­ætt­is­menn sem sitja í stjórn Slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu fengu í fyrra greidda 202.891 krónu á mánuði fyr­ir stjórn­ar­set­una, en formaður­inn fékk 50% meira, eða 304.337 mánaðarlega. Alls voru haldn­ir 12 fund­ir árið 2024 sem stóðu sam­tals í 13 klukku­stund­ir. Það þýðir að tíma­kaup al­menns stjórn­ar­manns var 187.284 krón­ur, en sjötta stjórn­ar­manns­ins, þ.e. stjórn­ar­for­manns, var 280.926 krón­ur.

Alls voru greidd­ar tæp­ar 12,2 millj­ón­ir árið 2024 fyr­ir stjórn­ar­setu al­mennra stjórn­ar­manna, en for­manni voru greidd­ar ríf­lega 3,6 millj­ón­ir það ár. Heild­ar­greiðslur til stjórn­ar­manna voru því rúm­lega 15,8 millj­ón­ir króna í fyrra.

Þeir sem skipa stjórn Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins eru bæj­ar­stjór­ar sveit­ar­fé­lag­anna

...