Þorvaldur Guðmundsson sendi góða kveðju til þáttarins og sagðist hafa heyrt vísu Haraldar Hjálmarssonar frá Kambi þannig að fyrsta vísuorðið væri: „Brennivín er betra en matur“. Ég sé við eftirgrennslan að allur gangur er á því hvort sú…
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Þorvaldur Guðmundsson sendi góða kveðju til þáttarins og sagðist hafa heyrt vísu Haraldar Hjálmarssonar frá Kambi þannig að fyrsta vísuorðið væri: „Brennivín er betra en matur“. Ég sé við eftirgrennslan að allur gangur er á því hvort sú útgáfa af vísunni er notuð eða „Brennivín er bezti matur“. En í þeirri útgáfu er vísan svona:
Brennivín er betra en matur
bragðið góða svíkur eigi.
Eins og hundur fell ég flatur
fyrir því á hverjum degi.
Þorvaldur bætir við að til sé sú saga að kona, hverrar maður hét Valgarður, hafi skammað Harald fyrir drykkju, hann hafi svarað:
Veistu ekki að
...