Ísland mátti þola tap gegn Kósovó, 2:1, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta í Pristína, höfuðborg Kósovó, í gærkvöld. Seinni leikurinn, heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni á sunnudaginn klukkan 17

Fyrirliðar Amir Rrahmani fyrirliði Kósovó reynir að stöðva Orra Stein Óskarsson í vítateig heimamanna en Orri skoraði mark Íslands í leiknum.
— Ljósmynd/Alex Nicodim
Í Pristínu
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Ísland mátti þola tap gegn Kósovó, 2:1, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta í Pristína, höfuðborg Kósovó, í gærkvöld.
Seinni leikurinn, heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni á sunnudaginn klukkan 17.
Kósovó komst yfir á 19. mínútu þegar Lumbardh Dellova skoraði með föstu skoti frá vítateig í vinstra hornið.
Þremur mínútum síðar fékk Orri Steinn Óskarsson sendingu frá Ísaki Bergmanni Jóhannessyni í gegnum vörn Kósóvóa, lék framhjá markverðinum og skoraði úr þröngu færi, 1:1.
Kósovó byrjaði seinni hálfleik af krafti og á 58.
...