Ísland mátti þola tap gegn Kó­sovó, 2:1, í fyrri leik liðanna í um­spili um sæti í B-deild Þjóðadeild­ar karla í fót­bolta í Prist­ína, höfuðborg Kó­sovó, í gær­kvöld. Seinni leik­ur­inn, heima­leik­ur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni á sunnu­dag­inn klukk­an 17
Fyrirliðar Amir Rrahmani fyrirliði Kósovó reynir að stöðva Orra Stein Óskarsson í vítateig heimamanna en Orri skoraði mark Íslands í leiknum.
Fyr­irliðar Amir Rra­hmani fyr­irliði Kó­sovó reyn­ir að stöðva Orra Stein Óskars­son í víta­teig heima­manna en Orri skoraði mark Íslands í leikn­um. — Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Í Prist­ínu

Jó­hann Ingi Hafþórs­son

johann­ingi@mbl.is

Ísland mátti þola tap gegn Kó­sovó, 2:1, í fyrri leik liðanna í um­spili um sæti í B-deild Þjóðadeild­ar karla í fót­bolta í Prist­ína, höfuðborg Kó­sovó, í gær­kvöld.

Seinni leik­ur­inn, heima­leik­ur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni á sunnu­dag­inn klukk­an 17.

Kó­sovó komst yfir á 19. mín­útu þegar Lumb­ar­dh Dellova skoraði með föstu skoti frá víta­teig í vinstra hornið.

Þrem­ur mín­út­um síðar fékk Orri Steinn Óskars­son send­ingu frá Ísaki Berg­manni Jó­hann­es­syni í gegn­um vörn Kósóvóa, lék fram­hjá markverðinum og skoraði úr þröngu færi, 1:1.

Kó­sovó byrjaði seinni hálfleik af krafti og á 58.

...