
Gerður Pálmadóttir, frumkvöðull og athafnakona, fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1948. Hún lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar 4. mars 2025.
Foreldrar Gerðar voru hjónin Pálmi Pétursson kennari, f. 20.11. 1923, d. 8.11. 1993, og Aðalheiður Árný Árnadóttir húsmóðir, f. 5.12. 1925, d. 20.9. 1989. Systkini Gerðar eru Þórunn, Jón Arnar, Aðalheiður Árný, Bergljót og Hildigunnur.
Gerður giftist Gunnari Pálssyni 1. júní 1968. Börn þeirra eru: 1) Pálmi Þór, f. 29. júlí 1969, giftur Erlu Sif Gísladóttur, dóttir þeirra er Gerður Lind, f. 3. janúar 2011. 2) Svanhvít, f. 9. júní 1971, börn hennar eru: a) Sunna Rún Þórarinsdóttir, f. 10. júní 1997, maki Samúel Halldórsson og eiga þau tvo syni, Tómas Þór, f. 4.8. 2022, og óskírðan dreng, f. 5. mars 2025; b) Gunnar Tómas Þórarinsson, f. 14. febrúar 1999, maki Diljá Sigurðardóttir; c) Ernir Þór
...