Ný rann­sókn sýn­ir að mataræði sem ein­kenn­ist af neyslu mik­ill­ar fitu, syk­urs og unn­ins mat­ar á meðgöngu get­ur aukið hættu á taugaþroskarösk­un­um eins og ADHD og ein­hverfu hjá börn­um. Greint var frá niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar í vís­inda­tíma­rit­inu Nature Meta­bol­ism á dög­un­um
Grænmeti Næring barnshafandi kvenna sem og annarra er mikilvæg.
Græn­meti Nær­ing barns­haf­andi kvenna sem og annarra er mik­il­væg. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

sbs@mbl.is

Ný rann­sókn sýn­ir að mataræði sem ein­kenn­ist af neyslu mik­ill­ar fitu, syk­urs og unn­ins mat­ar á meðgöngu get­ur aukið hættu á taugaþroskarösk­un­um eins og ADHD og ein­hverfu hjá börn­um. Greint var frá niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar í vís­inda­tíma­rit­inu Nature Meta­bol­ism á dög­un­um.

Rann­sókn­in var unn­in und­ir for­ystu vís­inda­fólks við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla en meðal þátt­tak­enda í henni var Þór­hall­ur Ingi Hall­dórs­son, pró­fess­or við mat­væla- og nær­ing­ar­fræðideild Há­skóla Íslands.

Rann­sókn­in byggðist á grein­ingu gagna úr fjór­um dönsk­um og banda­rísk­um gagna­bönk­um sem hafa að geyma m.a. upp­lýs­ing­ar um neyslu­mynst­ur yfir 60 þúsund kvenna á meðgöngu og ADHD-grein­ing­ar í hópi barna þeirra.

...