
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ný rannsókn sýnir að mataræði sem einkennist af neyslu mikillar fitu, sykurs og unnins matar á meðgöngu getur aukið hættu á taugaþroskaröskunum eins og ADHD og einhverfu hjá börnum. Greint var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í vísindatímaritinu Nature Metabolism á dögunum.
Rannsóknin var unnin undir forystu vísindafólks við Kaupmannahafnarháskóla en meðal þátttakenda í henni var Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
Rannsóknin byggðist á greiningu gagna úr fjórum dönskum og bandarískum gagnabönkum sem hafa að geyma m.a. upplýsingar um neyslumynstur yfir 60 þúsund kvenna á meðgöngu og ADHD-greiningar í hópi barna þeirra.
...