Skot Ída Margrét Stefánsdóttir sækir að Stjörnunni á Seltjarnarnesi í gær.
Skot Ída Mar­grét Stef­áns­dótt­ir sæk­ir að Stjörn­unni á Seltjarn­ar­nesi í gær. — Morg­un­blaðið/​Eggert

Ída Mar­grét Stef­áns­dótt­ir var marka­hæst hjá Gróttu þegar liðið tók á móti Stjörn­unni í 19. um­ferð úr­vals­deild­ar kvenna í hand­bolta á Seltjarn­ar­nesi í gær. Leikn­um lauk með ör­ugg­um sigri Gróttu, 30:21, en Ída Mar­grét gerði sér lítið fyr­ir og skoraði átta mörk í leikn­um. Seltirn­ing­ar voru sterk­ari aðil­inn all­an tím­ann og leiddu með fjór­um mörk­um í hálfleik, 15:11. Þetta var fyrsti sig­ur Gróttu í deild­inni síðan 9. nóv­em­ber en liðið er áfram í átt­unda og neðsta sæt­inu með 8 stig, stigi minna en ÍBV en ÍBV á leik til góða á Gróttu og mæt­ir Sel­fossi í Eyj­um í dag. Stjarn­an er í sjötta sæt­inu með 10 stig og hef­ur tapað sjö leikj­um í röð en Stjarn­an, ÍBV og Grótta geta öll fallið þegar tveim­ur um­ferðum er ólokið.