
Magdalena Anna Torfadóttir
magdalena@mbl.is
Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims segir í samtali við Morgunblaðið að það hafi ekki átt sér stað nægilega mikil greiningarvinna um afleiðingar af hækkun veiðigjalda.
Ríkisstjórnin kynnti á þriðjudag hugmyndir um tvöföldun auðlindagjalds í sjávarútvegi.
„Mér finnst þetta óskynsamleg ákvörðun hjá ríkisstjórninni. Það vantar samtal við greinina og greiningu á því hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og landsbyggðina,“ segir Guðmundur.
Hann bætir við að það að hækka gjöldin veiti þjóðinni ekki meira fjármagn.
„Ríkissjóður er ekki það sama og þjóðin og ráðherrarnir hugsa ekki út í að skattstofninn geti minnkað. Þessi áform veikja bæði atvinnulífið og landsbyggðina,“ segir Guðmundur og bendir á að um 80% af sjávarútveginum sé á landsbyggðinni.
Spurður hvort Brim hafi ákveðið
...