Ný­kjör­inn formaður Körfuknatt­leiks­sam­bands Íslands setti allt á hliðina á dög­un­um, inn­an hand­bolta­sam­fé­lags­ins í það minnsta, í jóm­frú­ræðu sinni á ársþingi KKÍ sem fram fór á Grand hót­eli í Reykja­vík 15

Bjarni Helga­son

bjarnih@mbl.is

Ný­kjör­inn formaður Körfuknatt­leiks­sam­bands Íslands setti allt á hliðina á dög­un­um, inn­an hand­bolta­sam­fé­lags­ins í það minnsta, í jóm­frú­ræðu sinni á ársþingi KKÍ sem fram fór á Grand hót­eli í Reykja­vík 15. mars.

Formaður­inn rifjaði upp rúm­lega 30 ára gamla sögu frá því hann starfaði sem fram­kvæmda­stjóri KKÍ og ég end­ur­tek; 30 ára gamla sögu. Hand­bolti var ekki á þeim stað sem hann er á í dag fyr­ir þrjá­tíu árum. Það ætti öll­um að vera ljóst, sér­stak­lega þeim sem starfa eða hafa starfað til fjölda ára inn­an hand­bolta­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Kári Árna­son, fyrr­ver­andi landsliðsmaður í fót­bolta, hafði reynd­ar aðeins minnst á stór­mót í hand­bolta í öðru sam­hengi nokkr­um dög­um áður sem fór held­ur ekki vel í hand­bolta­sam­fé­lagið.

...