
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Nýkjörinn formaður Körfuknattleikssambands Íslands setti allt á hliðina á dögunum, innan handboltasamfélagsins í það minnsta, í jómfrúræðu sinni á ársþingi KKÍ sem fram fór á Grand hóteli í Reykjavík 15. mars.
Formaðurinn rifjaði upp rúmlega 30 ára gamla sögu frá því hann starfaði sem framkvæmdastjóri KKÍ og ég endurtek; 30 ára gamla sögu. Handbolti var ekki á þeim stað sem hann er á í dag fyrir þrjátíu árum. Það ætti öllum að vera ljóst, sérstaklega þeim sem starfa eða hafa starfað til fjölda ára innan handboltahreyfingarinnar.
Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hafði reyndar aðeins minnst á stórmót í handbolta í öðru samhengi nokkrum dögum áður sem fór heldur ekki vel í handboltasamfélagið.
...