Árleg­ar fugla­taln­ing­ar benda til þess að mó­fugl­um á Íslandi fækki jafnt og þétt ef skóg­arþröst­ur er und­an­skil­inn. Vís­bend­ing­ar eru um að helsta or­sök­in sé sam­keppni við mann­inn um svæðin sem eru helstu varps­væði fugl­anna
Horfst í augu Afföll verða stundum hjá mófuglum þegar búfé treður niður hreiður þeirra en tjaldurinn lætur ekki svo auðveldlega hrekja sig á brott.
Horfst í augu Af­föll verða stund­um hjá mó­fugl­um þegar búfé treður niður hreiður þeirra en tjald­ur­inn læt­ur ekki svo auðveld­lega hrekja sig á brott. — Ljós­mynd/​Al­dís Erna Páls­dótt­ir

Baksvið

Guðm. Sv. Her­manns­son

gummi@mbl.is

Árleg­ar fugla­taln­ing­ar benda til þess að mó­fugl­um á Íslandi fækki jafnt og þétt ef skóg­arþröst­ur er und­an­skil­inn. Vís­bend­ing­ar eru um að helsta or­sök­in sé sam­keppni við mann­inn um svæðin sem eru helstu varps­væði fugl­anna.

„Við höf­um und­ir hönd­um upp­lýs­ing­ar um taln­ing­ar á fimm stöðum á land­inu sem gerðar hafa verið frá ár­inu 2012 og þær sýna all­ar að mó­fugla­teg­und­um, einkum spóa og lóu, hef­ur fækkað eða fjöld­inn stend­ur í stað,“ seg­ir Al­dís Erna Páls­dótt­ir vist­fræðing­ur. Hún hélt fyr­ir­lest­ur á Hrafnaþingi Nátt­úru­fræðistofn­un­ar í vik­unni um rann­sókn­ir sín­ar á búsvæðum mó­fugla og afráni.

„Það er nokkuð ógn­væn­legt að sjá þess­um fugl­um fækka á öll­um

...