
Baksvið
Guðm. Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Árlegar fuglatalningar benda til þess að mófuglum á Íslandi fækki jafnt og þétt ef skógarþröstur er undanskilinn. Vísbendingar eru um að helsta orsökin sé samkeppni við manninn um svæðin sem eru helstu varpsvæði fuglanna.
„Við höfum undir höndum upplýsingar um talningar á fimm stöðum á landinu sem gerðar hafa verið frá árinu 2012 og þær sýna allar að mófuglategundum, einkum spóa og lóu, hefur fækkað eða fjöldinn stendur í stað,“ segir Aldís Erna Pálsdóttir vistfræðingur. Hún hélt fyrirlestur á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar í vikunni um rannsóknir sínar á búsvæðum mófugla og afráni.
„Það er nokkuð ógnvænlegt að sjá þessum fuglum fækka á öllum
...