„Ég sjálf nota sér­stak­an sparnaðar­reikn­ing í öðrum banka þar sem ég læt milli­færa sjálf­krafa um hver mánaðamót. Það ger­ir það að verk­um að sparnaður­inn er „út af fyr­ir sig“ og verður síður freist­andi og smám sam­an safn­ast upp fín upp­hæð.“
Tinna Bryde er viðskiptafræðingur sem lærði að vera fasteignasali 2018. Hún tók hins vegar ekki stökkið fyrr en um áramótin þegar hún hóf störf á Pálsson fasteignasölu.
Tinna Bryde er viðskipta­fræðing­ur sem lærði að vera fast­eigna­sali 2018. Hún tók hins veg­ar ekki stökkið fyrr en um ára­mót­in þegar hún hóf störf á Páls­son fast­eigna­sölu. — Cova Software/​Unsplash

Tinna hóf störf hjá Páls­son fast­eigna­sölu um ára­mót­in og seg­ist hafa unun af því að hjálpa fólki.

„Ég er með brenn­andi áhuga á fast­eign­um og fjár­mál­um og því að hjálpa fólki að taka upp­lýst­ar ákv­arðanir þegar kem­ur að stærstu fjár­fest­ing­um lífs­ins,“ seg­ir Tinna sem var viðskiptaþró­un­ar­stjóri á Aur­björgu.

„Það besta við að vera í litlu sprota­fyr­ir­tæki eins og Aur­björgu er að hlut­verk­in eru mörg. Ég var meðal ann­ars ábyrg fyr­ir fræðslu um fjár­mál, lán og sparnað. Ég vann einnig við vöruþróun og sinnti sam­skipt­um við not­end­ur, svo það var góður grunn­ur þegar ég færði mig yfir í fast­eigna­geir­ann,“ seg­ir hún.

Hvers vegna ákvaðstu að ger­ast fast­eigna­sali?

„Ég var löngu búin að ákveða að verða

...