„Ég sjálf nota sérstakan sparnaðarreikning í öðrum banka þar sem ég læt millifæra sjálfkrafa um hver mánaðamót. Það gerir það að verkum að sparnaðurinn er „út af fyrir sig“ og verður síður freistandi og smám saman safnast upp fín upphæð.“

Tinna Bryde er viðskiptafræðingur sem lærði að vera fasteignasali 2018. Hún tók hins vegar ekki stökkið fyrr en um áramótin þegar hún hóf störf á Pálsson fasteignasölu.
— Cova Software/Unsplash
Tinna hóf störf hjá Pálsson fasteignasölu um áramótin og segist hafa unun af því að hjálpa fólki.
„Ég er með brennandi áhuga á fasteignum og fjármálum og því að hjálpa fólki að taka upplýstar ákvarðanir þegar kemur að stærstu fjárfestingum lífsins,“ segir Tinna sem var viðskiptaþróunarstjóri á Aurbjörgu.
„Það besta við að vera í litlu sprotafyrirtæki eins og Aurbjörgu er að hlutverkin eru mörg. Ég var meðal annars ábyrg fyrir fræðslu um fjármál, lán og sparnað. Ég vann einnig við vöruþróun og sinnti samskiptum við notendur, svo það var góður grunnur þegar ég færði mig yfir í fasteignageirann,“ segir hún.
Hvers vegna ákvaðstu að gerast fasteignasali?
„Ég var löngu búin að ákveða að verða
...