
Tindastóll varð í gærkvöld deildarmeistari karla í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í fyrsta skipti í sögu félagsins og tóku leikmenn liðsins við bikarnum eftir sannfærandi sigur á bikarmeisturum Vals, 88:74. ÍR og Keflavík tryggðu sér tvö síðustu sætin í úrslitakeppninni en KR og Þór úr Þorlákshöfn sitja eftir með sárt ennið og tímabilinu er lokið hjá þeim. » 26