
Dr. Greg, stjórnandi vinsæls spjallþáttar í sjónvarpi, fær óvænt tilboð, þegar dæmdur raðmorðingi býðst til að gangast við enn einu ódæði sínu í þættinum, sem hann hefur ekki hlotið dóm fyrir, gegn einu skilyrði, að förðunarfræðingur sem starfar við þáttinn taki við upplýsingunum – augliti til auglitis. Doksi klórar sér í höfðinu og gerir með hraði boð eftir téðri sminku, sem hann vissi fram að því ekki að væri til. „Hvers vegna vill hann bara tala við þig?“
Þegar sminkan færist undan því að svara setur dr. Greg henni afarkosti: „Ég á von á öðru símtali frá morðingjanum á hverri stundu. Annaðhvort upplýsir þú mig um tengsl ykkar eða hann sjálfur?”
Sminkan lítur upp, vandræðaleg á svip og óörugg: „Hann er faðir
...