Dr. Greg, stjórn­andi vin­sæls spjallþátt­ar í sjón­varpi, fær óvænt til­boð, þegar dæmd­ur raðmorðingi býðst til að gang­ast við enn einu ódæði sínu í þætt­in­um, sem hann hef­ur ekki hlotið dóm fyr­ir, gegn einu skil­yrði, að förðun­ar­fræðing­ur sem starfar við …
Melissa Moore og Annaleigh Ashford sem leikur hana í þáttunum.
Mel­issa Moore og Anna­leigh Ash­ford sem leik­ur hana í þátt­un­um. — AFP/​Theo Wargo

Dr. Greg, stjórn­andi vin­sæls spjallþátt­ar í sjón­varpi, fær óvænt til­boð, þegar dæmd­ur raðmorðingi býðst til að gang­ast við enn einu ódæði sínu í þætt­in­um, sem hann hef­ur ekki hlotið dóm fyr­ir, gegn einu skil­yrði, að förðun­ar­fræðing­ur sem starfar við þátt­inn taki við upp­lýs­ing­un­um – aug­liti til aug­lit­is. Doksi klór­ar sér í höfðinu og ger­ir með hraði boð eft­ir téðri sminku, sem hann vissi fram að því ekki að væri til. „Hvers vegna vill hann bara tala við þig?“

Þegar smink­an fær­ist und­an því að svara set­ur dr. Greg henni afar­kosti: „Ég á von á öðru sím­tali frá morðingj­an­um á hverri stundu. Annaðhvort upp­lýs­ir þú mig um tengsl ykk­ar eða hann sjálf­ur?”

Smink­an lít­ur upp, vand­ræðaleg á svip og óör­ugg: „Hann er faðir

...