„Þjónn! Þurf­um við að bíða þangað til við svelt­um í hel?“ „Nei, það er ekki hægt. Við lok­um klukk­an 23!“ Í morg­un­mat í sum­ar­frí­inu eru bæði brún og hvít egg á boðstól­um. Mamma gef­ur Elsu hvítt egg en eft­ir smá­stund horf­ir Elsa löng­un­ar­aug­um á brúnu…

„Þjónn! Þurf­um við að bíða þangað til við svelt­um í hel?“ „Nei, það er ekki hægt. Við lok­um klukk­an 23!“

Í morg­un­mat í sum­ar­frí­inu eru bæði brún og hvít egg á boðstól­um. Mamma gef­ur Elsu hvítt egg en eft­ir smá­stund horf­ir Elsa löng­un­ar­aug­um á brúnu egg­in og seg­ir: „Mig lang­ar í svona egg sem var í sum­ar­fríi!“

Þúsund­fætlustrák­ur­inn seg­ir við mömmu sína í skó­búðinni: „Mamma, gerðu það get­um við keypt skó sem þarf ekki að reima?“

„Ef hann faðir þinn vissi þetta,“ sagði kjúk­ling­ur­inn, „myndi hann snúa sér við á grill­inu!“

„Lækn­ir, lækn­ir, ég held að ég þurfi gler­augu!“ „Það held ég að sé al­veg rétt hjá þér, þetta er blóma­búð!“

Dóm­ar­inn við hinn ákærða: „Hvers vegna falsaðir þú pen­inga?“ „Það er al­veg aug­ljóst! Ég kláraði alla al­vöru pen­ing­ana mína!“