Kevin Bacon er í vinnu hjá myrkrahöfðingjanum í The Bondsman.
Kevin Bacon er í vinnu hjá myrkra­höfðingj­an­um í The Bondsm­an. — AFP/​Suz­anne Cor­deiro

Stór­ræði Kevin okk­ar Bacon stend­ur í stór­ræðum í nýj­um mynda­flokki, The Bondsm­an. Þar leik­ur hann lát­inn manna­veiðara, Hub Hall­or­an að nafni, sem vak­inn er upp frá dauðum af Kölska sjálf­um. Og til hvers? Jú, að elta uppi djöfla sem strokið hafa úr neðra og skila þeim til síns heima. Hon­um gefst einnig tæki­færi til að gera yf­ir­bót vegna eig­in synda í fyrra lífi. Nálg­ast má þætt­ina á Prime Vi­deo frá og með 3. apríl.