
Kevin Bacon er í vinnu hjá myrkrahöfðingjanum í The Bondsman.
— AFP/Suzanne Cordeiro
Stórræði Kevin okkar Bacon stendur í stórræðum í nýjum myndaflokki, The Bondsman. Þar leikur hann látinn mannaveiðara, Hub Halloran að nafni, sem vakinn er upp frá dauðum af Kölska sjálfum. Og til hvers? Jú, að elta uppi djöfla sem strokið hafa úr neðra og skila þeim til síns heima. Honum gefst einnig tækifæri til að gera yfirbót vegna eigin synda í fyrra lífi. Nálgast má þættina á Prime Video frá og með 3. apríl.