
Pétur Hafsteinn Pálsson
Ríkisstjórnin sendi nýlega frá sér yfirlýsingu um afstöðu sína til Grindavíkur og bæjarstjórn Grindavíkur hefur svarað. Báðar yfirlýsingarnar eru þess virði að lesa þær. Við lestur yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sést að okkur Grindvíkingum hefur ekki tekist vel að koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Sem dæmi er enginn að biðja stjórnvöld um stórfellda uppbyggingu núna. Hins vegar viljum við sjálf meta hversu hratt bærinn byggist upp, hvenær við förum fetið og hvenær við sætum lagi til stærri stökka. Við viljum lyklana að bænum okkar sem Þórkatla heldur á tímabundið samkvæmt samkomulagi um húsnæðið. Við förum fram á að hið opinbera klári viðgerðir á innviðum svo ekki þurfi að girða hluta bæjarins af. Þótt töf verði á því kemur það ekki í veg fyrir að endurreisn Grindavíkur geti hafist strax. Við gerum ekki lítið úr skýrslum og sviðsmyndum frá stjórnvöldum og útilokum ekki að
...