Ábyrgðin snýst um að haga sér í sam­ræmi við aðstæður og þær þekkja Grind­vík­ing­ar bet­ur en flest­ir.
Pétur Hafsteinn <strong> </strong>Pálsson
Pét­ur Haf­steinn Páls­son

Pét­ur Haf­steinn Páls­son

Rík­is­stjórn­in sendi ný­lega frá sér yf­ir­lýs­ingu um af­stöðu sína til Grinda­vík­ur og bæj­ar­stjórn Grinda­vík­ur hef­ur svarað. Báðar yf­ir­lýs­ing­arn­ar eru þess virði að lesa þær. Við lest­ur yf­ir­lýs­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar sést að okk­ur Grind­vík­ing­um hef­ur ekki tek­ist vel að koma okk­ar sjón­ar­miðum á fram­færi. Sem dæmi er eng­inn að biðja stjórn­völd um stór­fellda upp­bygg­ingu núna. Hins veg­ar vilj­um við sjálf meta hversu hratt bær­inn bygg­ist upp, hvenær við för­um fetið og hvenær við sæt­um lagi til stærri stökka. Við vilj­um lykl­ana að bæn­um okk­ar sem Þórkatla held­ur á tíma­bundið sam­kvæmt sam­komu­lagi um hús­næðið. Við för­um fram á að hið op­in­bera klári viðgerðir á innviðum svo ekki þurfi að girða hluta bæj­ar­ins af. Þótt töf verði á því kem­ur það ekki í veg fyr­ir að end­ur­reisn Grinda­vík­ur geti haf­ist strax. Við ger­um ekki lítið úr skýrsl­um og sviðsmynd­um frá stjórn­völd­um og úti­lok­um ekki að

...